MARBLE 10Y
MARBLE 10Y Optískur stakur og er stærðin 50 x 50 x 46mm. Líklega sá allra minnsti. Innbyggð þöggun í 10 mínútur. Umhverfishitastig 0°C til 40°C. Rakastig 10 til 90%. Bíb hljóð 85 dB/3 m. Prufuhnappur og gaumljós. Lætur vita þegar rafhlaða er að verða búin. 3V Litíum 10 ára rafhlaða. Viðvörun þegar rafhlaða er orðin léleg (48 sek. fresti) í 30 daga. Líftími skynjara 10 ár.
Venjulegur reykskynjari annara gerða notar rafhlöður í tíu ár fyrir a.m.k. 4000 krónur, miðað við ráðleggingar framleiðenda, svo þessi reykskynjari er ekki bara lítill og nettur, heldur einnig ódýrari í rekstri fyrir utan að þurfa ekki að endurnýja rafhlöður árlega
Rafhlaða tengist sjálf þegar skynjarinn er settur upp. Bara festa upp og allt klárt í 10 ár.
MARBLE 10Y Optískur reykskynjari með 10 ára rafhlöðu
- Skynja með auga sýnilegan reyk frá t.d. glóðareldi og P.V.C. plastefnum.
- Óháður rakastigi, hitastigi og loftræstingu.
- Hentar vel í stofur, herbergi stigaganga, geymslur, geymsluganga og eins ef staðsetja þarf reykskynjara nálægt eldhúsi.
Það er mjög mikilvægt að hreinsa skynjara með því að ryksuga þá eða blása lofti í þá, sérstaklega optíska reykskynjara. Þeir geta gefið frá sér viðvörunarhljóð í tíma og ótíma ef ryk er í skynjunarhólfi.
Til að tryggja sem mesta öryggi, er best að nota samblöndu af jónískum, optískum og hitaskynjurum á heimilið.
Kostir
Eiginleikar
- 10 ára litíum rafhlaða.
- Viðvörunarljós og prófunarhnappur.
- Sjálfvirk prófun. Viðvörun hljómar ef ryk og óhreinindi safnast í greiningarhólf og eins ef bilun finnst.
- Þöggunareiginleiki (10 mín).
- Viðvörun þegar rafhlaðan er orðin léleg.
- Ekki hægt að setja upp nema rafhlaða sé í skynjara.
- Auðveld uppsetning. Lítill rammi festur og skynjari í hann.