Gasskynjari allt að 15 ára líftími rafhlöðu

Verð : 19.900kr

Vörunúmer : 305268

Lagerstaða : Til á lager


Gasskynjari sem gengur fyrir innbyggðri lithium rafhlöðu. Allt að 15 ára ending rafhlöðu. 

Mál: 110 x 80 x 30mm

 • Allt að 15 ára ending á rafhlöðu
 • Viðvörun með háværri vælu verði gasleka vart
 • Skynjar própan, bútan, reyk, koltvísýring og kolmónoxíð

Mikilvægir hlutir til að gasskynjari virki eðlilega:

 • Muna að kveikja á skynjaranum með því að stilla rofann á ON.
 • Þegar kveikt er á honum blikkar rautt ljós á 5 sek fresti
 • Rétt staðsetning (í skjóli þannig að það blási ekki á hann, rétt fyrir ofan gólf).
 • Hreinsun: þurrka af með þurri tusku eða bursta.
 • Prófa reglulega með því að setja skynjarann í plastpoka og anda nokkrum sinnum ofan í hann
 • Sparið orku með því að slökkva strax á skynjaranum við prófun, muna svo að kveikja á honum aftur.

Hlutir sem gætu komið í veg fyrir að hann virki eðlilega:

 • Rofinn er stilltur á OFF.
 • Röng staðsetning.
 • Eitthvað sem hylur hann, ryk eða drulla.
 • Beint sólarljós eða of mikill hiti.
 • Hraðar og miklar hitabreytingar.
 • Vatn eða of mikill raki.
 • Skemmdir eftir högg eða fall.
 • Rafmagnslaus